Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. ágúst 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche vill sjá Chris Wood gera eins og Neymar
Mynd: Burnley
Burnley gerði Chris Wood að dýrasta leikmanni í sögu félagsins í gær. Þeir borguðu Leeds United 15 milljónir punda fyrir hann.

Þegar leikmenn eru keyptir fyrir háar fjárhæðir kemur sú spurning alltaf upp hvort það sé ekki pressa að standa undir verðmiðanum.

Sean Dyche, stjóri Burnley, er með gott svar við þeirri spurningu.

„Neymar skoraði nokkur mörk um daginn, var það ekki? Hann fór á nokkur pund og hann heldur bara áfram," sagði Dyche, sem vill greinilega sjá Wood fylgja í fótspor Brasilíumannsins.

Neymar var keyptur til Paris Saint-Germain fyrir tæpar 200 milljónir punda. Hann er langdýrasti fótboltamaður sögunnar, en hann hefur byrjað af miklum krafti í París. Hann skoraði og lagði upp í fyrsta leik sínum og í öðrum leiknum skoraði hann tvö og lagði upp tvö.
Athugasemdir
banner
banner