Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. ágúst 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael Keane: Rooney á að vera í landsliðinu
Mynd: Getty Images
Michael Keane, varnarmaður Everton, segir að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, eigi að kalla liðsfélaga sinn, Wayne Rooney, aftur inn í enska landsliðshópinn.

Rooney var fenginn til Everton í sumar eftir 13 ára veru hjá Manchester United.

Hann hefur byrjað vel með Everton og skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum. Í gær skoraði hann í 1-1 jafntefli gegn Manchester City, en það var hann 200. mark í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann vill gera vel fyrir félagið, hann vill hjálpa okkur að vinna eitthvað. Hann mun ekki hvílast fyrr en hann gerir það," sagði varnarmaðurinn Keane um Rooney við Daily Mail.

Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi."

„Mér persónulega finnst hann eiga skilið að vera í enska
landsliðinu miðað við frammistöðu hans. En það er þjálfarinn sem tekur þessa ákvörðun, það eru til margir góðir sóknarmenn."


Rooney missti sæti sitt í enska landsliðinu á síðasta tímabili, en hann vonast til þess að vera valinn fyrir næstu leiki í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner