Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 22. ágúst 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Steinn ekki alvarlega meiddur
Guðmundur Steinn á sprettinum.
Guðmundur Steinn á sprettinum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings Ólafsvíkur, fór meiddur af velli byrjun síðari hálfleiks í 3-0 tapinu gegn Breiðabliki á sunnudag.

Meiðslin virðast ekki vera slæm og líklegt er að Guðmundur verði fljótlega klár í slaginn.

„Þetta var skrýtið því það var enginn nálægt mér. Ég stífnaði í bakinu og gat lítið hreyft mér. Ég er allur að léttast núna," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur Steinn vonast til að ná leik Víkings gegn KA á Akureyri á sunnudag.

„Það er stefnan en hvort það takist verður að koma í ljós," sagði Guðmundur Steinn.

Guðmundur Steinn hefur verið mjög drjúgur fyrir Ólafsvíkinga í sumar en hann hefur skorað átta mörk í fimmtán leikjum í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner