Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. ágúst 2017 16:20
Magnús Már Einarsson
Ármann Smári verður aðstoðarþjálfari ÍA (Staðfest)
Ármann Smári Björnsson.
Ármann Smári Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur ráðið Ármann Smára Björnsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.

Ármann verður aðstoðarmaður Jóns Þórs Haukssonar sem var í gær ráðinn þjálfari út tímabilið. Jón Þór var áður aðstoðarþjálfari ÍA en hann tók við sem þjálfari í gær eftir að Gunnlaugur Jónsson óskaði eftir að hætta störfum.

Einnig munu þeir Þórður Guðjónsson og Sigurður Jónsson koma til með að aðstoða Jón Þór í þeim verkefnum sem framundan eru.

„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu því þetta eru reynslumiklir menn með mikinn karakter. Það er mikilvægt fyrir okkur að þeir svöruðu kallinu fljótt og vel. Allir með Skagahjartað á réttum stað og tilbúnir að hjálpa liðinu," sagði Jón Þór.

Ármann Smári lagði skóna á hilluna í vetur eftir að hafa verið í lykilhlutverki í vörn ÍA undanfarin ár. Ármann sleit hásin undir lok síðasta tímabils og spilaði ekkert eftir það.

Þórður og Sigurður eru báðir fyrrum leikmenn ÍA og fyrrum landsliðsmenn. Sigurður hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka hjá ÍA.

ÍA er í botnsæti Pepsi-deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner