banner
   þri 22. ágúst 2017 22:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Rojo byrjaður að æfa á ný með United
Marcos Rojo er byrjaður að æfa á nýjan leik
Marcos Rojo er byrjaður að æfa á nýjan leik
Mynd: Getty Images
Argentíski varnarmaðurinn Marcos Rojo, er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United. Rojo er að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné í leik gegn Anderlecht í apríl.

Þetta var í fyrsta sinn sem Rojo sést á æfingu hjá aðalliði United síðan að hann varð fyrir meiðslunum en það þýðir líklega að hann sé eitthvað á undan áætlun í endurhæfingu sinni.

Jose Mourinho hafði sagt að Rojo yrði tilbúinn í fyrsta lagi í desember en nú virðist sem að hann verði tilbúinn í slaginn fyrr en áætlað var.

United hefur byrjað tímabilið frábærlega og hafa unnið báða deildarleiki sína 4-0. Fyrst gegn West Ham og svo Swansea nú um helgina.

Hinn 27 ára gamli Rojo, átti mjög gott tímabil hjá United á síðustu leiktíð en miðað við byrjun United á tímabilinu verður hægara sagt en gert fyrir Argentínumanninn að vinna sér sæti í liðinu þegar hann verður klár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner