Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. ágúst 2017 19:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Bann Ronaldo stendur - Lokaáfrýjun vísað frá
Bann Cristiano Ronaldo stendur
Bann Cristiano Ronaldo stendur
Mynd: Getty Images
Áfrýjun Cristiano Ronaldo vegna 5 leikja banns sem hann fékk á dögunum fyrir að ýta dómara eftir að hafa verið rekinn af velli í spænska ofurbikarnum, hefur verið vísað frá.

Eftir að spænska aganefndin dæmdi Ronaldo í fimm leikja bann fyrir athæfið, áfrýjaði hann leikbanninu. Spænska aganefndin tók svo mál hans fyrir í dag og vísaði áfrýjuninni frá.

Ronaldo fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir tvö gul spjöld. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir að fara úr treyjunni þegar hann skoraði í leiknum og seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap þegar hann féll í vítateig Börsunga. Þá var bætt við fjórum leikjum við bannið fyrir hrindinguna á dómaranum.

Ronaldo hefur nú þegar tekið út tvo leiki af banninu og missir hann því af næstu þremur leikjum Real í deildinni. Heimaleikjum gegn Valencia og Levante og útileik gegn Real Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner