Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. ágúst 2017 22:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Walker biðst afsökunar á rauða spjaldinu
Kyle Walker baðst afsökunar
Kyle Walker baðst afsökunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, hefur beðið stuðningsmenn og leikmenn liðsins afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í fyrsta heimaleik sínum fyrir félagið gegn Everton á mánudagskvöld.

Enski landsliðsmaðurinn, sem var keyptur á 50 milljónir punda í sumar, var rekinn af velli rétt fyrir hálfleik í leiknum á mánudaginn þegar hann fékk sitt annað gula spjald með stuttu millibili.

Fyrra spjaldið fékk hann fyrir tæklingu á Leighton Baines og það seinna fyrir viðskipti við hinn unga Dominic Calvert-Lewin. Mörgum fannst rauða spjaldið harður dómur en dómari leiksins var í engum vafa.

„Vonsvikinn með gærkvöldið. Ég bið stuðningsmenn og liðfélaga mína afsökunar. Þeir gerðu frábærlega til þess að komast inn í leikinn og ná í stig," tísti Walker síðdegis í dag.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Gylfi Þór Sigurðsson spilaði einmitt sinn fyrsta leik fyrir Everton í þessum sama leik.



Athugasemdir
banner
banner