Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. ágúst 2017 19:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Southampton fær varnarmann Lazio (Staðfest)
Wesley Hoedt er genginn í raðir Southampton
Wesley Hoedt er genginn í raðir Southampton
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið, Southampton, hefur nælt sér í nýjan leikmann. Hollenski varnarmaðurinn Wesley Hoedt skrifaði undir hjá félaginu nú undir kvöld. Kaupverðið er talið vera um 15 milljónir punda.

Hoedt gekk undir læknisskoðun hjá félaginu í gær og skrifaði svo í kvöld undir fimm ára samning við Southampton.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Mér finnst Southampton mjög stór klúbbur, svo það er gott skref fyrir mig að koma hingað og spila í ensku úrvalsdeildinni og reyna að hjálpa liðinu eins og ég get," sagði Hoedt við opinbera heimasíðu Southampton.

Hoedt, sem er 23 ára gamall, kom til Lazio árið 2015 frá AZ Alkmaar í Hollandi á frjálsri sölu. Hann spilaði 48 deildarleiki fyrir Lazio og skoraði hann tvö mörk fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner