þri 22. ágúst 2017 21:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Klopp segir samband sitt við Coutinho í fínu lagi
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að öll sagan í kringum félagaskipti Phillippe Coutinho til Barcelona undanfarnar vikur hafi ekki skemmt neitt í sambandinu þeirra á milli.

Klopp segir að hann muni vera velkominn aftur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum og veikindum sem hafa hrjáð hann upp á síðkastið.

Liverpool eru sagðir hafa hafnað þremur tilboðum frá Barcelona í Coutinho og það síðasta hafi hljóðað upp á samtals 118 milljónir punda með frammistöðu tengdum greiðslum.

Barcelona eru sagðir hafa því gefist upp í baráttunni um að fá Coutinho til liðs við sig og hafa alfarið snúið sér að Ousmane Dembele, leikmanni Dortmund.

„Auðvitað er allt í góðu á milli mín og hans. Allt er 100% í lagi," sagði Klopp.

Coutinho hefur ekkert spilað fyrir Liverpool í byrjun leiktíðar en hann á að vera að glíma við meiðsli í baki. Klopp sagði svo frá því að Coutinho væri núna að glíma við veikindi.

„Hann getur ekki byrjað á morgun, því ofan á bakmeiðslin þá er hann einnig veikur. Þetta mun taka tíma því að hann hefur ekki æft í langan tíma. Ég hef ekki hugmynd hvenær hann verður leikfær," sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner