banner
   þri 22. ágúst 2017 20:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
U21 landsliðshópurinn valinn sem mætir Albaníu
Albert Guðmundsson er í hópnum
Albert Guðmundsson er í hópnum
Mynd: Getty Images
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp sem mætir Albaníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni Evrópumóts U21 árs landsliða árið 2019.

Þrír leikmenn eru í hópnum sem hafa aldrei spilað leik fyrir U21 árs landsliðið. Það eru markverðirnir Aron Snær Friðriksson og Hlynur Örn Hlöðversson, svo er það Mikael Neville Anderson, sem leikur með Midtjylland í Danmörku.

Leikur Íslands og Albaníu fer fram þann 4.september á Víkingsvelli.

Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem leika með liðum erlendis.

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Markmenn
Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík
Aron Snær Friðriksson, Fylkir
Hlynur Örn Hlöðversson, Fram

Aðrir leikmenn
Albert Guðmundsson, PSV
Alfons Sampsted, Norrköping
Arnór Gauti Ragnarsson, ÍBV
Axel Óskar Andrésson , Reading
Ásgeir Sigurgeirsson, KA
Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir
Júlíus Magnússon, Heerenveen
Orri Sveinn Stefánsson, Fylkir
Viktor Karl Einarsson, AZ Alkmaar
Grétar Snær Gunnarsson, HK
Jón Dagur Þorsteinsson, Fulham
Samúel Kári Friðjónsson, Valerenga
Tryggvi Hrafn Haraldsson, Halmstad
Óttar Magnús Karlsson, Molde
Aron Freyr Róbertsson, Grindavík
Felix Örn Friðriksson, ÍBV
Mikael Neville Anderson, Midtjylland
Athugasemdir
banner
banner
banner