Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. ágúst 2017 08:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Þjálfari Nice óánægður með Balotelli
Balotelli átti ekki góðan leik í gærkvöldi
Balotelli átti ekki góðan leik í gærkvöldi
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli er oftar en ekki á milli tannanna á fólki. Það breyttist ekkert í gær þegar lið hans, Nice, mistókst að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir samanlagt 4-0 tap í tveimur leikjum gegn Napoli.

Lucien Favre, þjálfari Nice, gagnrýndi frammistöðu Ítalans eftir 2-0 tap á heimavelli gegn ítalska liðinu.

Balotelli gerði lítið sem ekkert í leiknum fyrir Nice og var meðal annars utan vallar þegar seinni hálfleikur hófst þar sem hann var með skartgripi á sér og leyfði fjórði dómari leiksins honum ekki að fara inn á völlinn.

Á meðan Balotelli var utan vallar þá fékk Nice á sig mark og komst yfir í leiknum nánast gerði út um einvígið með því. Balotelli var ósáttur í kjölfarið og átti í hrókasamræðum við fjórða dómarann. Honum var svo skipt af velli á 77. mínútu.

„Ég vil ekki tala um frammistöðu hans. Frammistaða hans var mjög neikvæð og við hefðum átt að skipta honum út af fyrr," sagði Favre eftir leik.

„Ég segi bara það sem ég sá, hann var ekki nógu góður í kvöld. Ég veit ekki hvað gerðist í fyrsta markinu. Ég bara sá að það var eitthvað á milli Balotelli og fjórða dómarans."
Athugasemdir
banner
banner