Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. ágúst 2017 12:05
Magnús Már Einarsson
Rooney hættur að spila með enska landsliðinu (Staðfest)
Rooney skoraði úr vítaspyrnu í leiknum fræga gegn Íslandi á EM.
Rooney skoraði úr vítaspyrnu í leiknum fræga gegn Íslandi á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney og Gareth Southgate landsliðsþjálfari.
Wayne Rooney og Gareth Southgate landsliðsþjálfari.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, framherji Everton, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með enska landsliðinu. Hinn 31 árs gamli Rooney er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 53 mörk í 119 leikjum.

Rooney missti sæti sitt í enska landsliðinu fyrr á þessu ári. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, hafði ákveðið að velja hann aftur í hópinn fyrir komandi leiki gegn Möltu og Slóvakíu.

Í gærkvöldi tilkynnti Rooney hins vegar Southgate að hann sé hættur að spila með landsliðinu.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég hef rætt þetta við fjölskylduna, stjóra minn hjá Everton og þá sem standa mér næst," sagði Rooney.

„Að spila fyrir enska landsliðið hefur alltaf verið sérstakt fyrir mig. Það voru forréttindi í hvert skipti sem ég var valinn í hópinn eða sem fyrirliði og ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér. Ég tel hins vegar að nú sé rétti tíminn til að hætta."

„Að yfirgefa Manchester United var erfitt en ég vissi að það væri rétt ákvörðun þegar ég kom heim til Everton. Núna vil ég eyða allri minni orku og einbeitingu í að standa mig vel þar."

Rooney hafði áður ætlað að hætta með landsliðinu eftir HM í Rússlandi á næsta ári. Hann ætlar nú að styðja enska landsliðið þar.

„Ég verð alltaf ástríðufullur stuðningsmaður enska landsliðsins. Eitt af því fáa sem ég sé eftir er að hafa ekki náð að ganga vel með enska landsliðinu á stórmóti," sagði Rooney.

„Vonandi ná þessir spennandi leikmenn sem Gareth er að koma með inn að gera ennþá betur og ég vona að allir standi á bakvið liðið."

„Einn daginn mun draumurinn rætast og ég hlakka til að vera þar sem stuðningsmaður eða í öðru hlutverki."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner