mið 23. ágúst 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ferill Rooney með landsliðinu í tölum
Wayne Rooney lék 119 landsleiki fyrir England.
Wayne Rooney lék 119 landsleiki fyrir England.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney tilkynnti það í dag að hann væri hættur að leika fyrir enska landsliðið. Rooney ætlar að einbeita sér að því að spila fyrir Everton.

119 - Landsleikir fyrir England. Enginn útispilari hefur leikið fleiri. Hann er aðeins sex leikjum frá Peter Shilton markverði sem á metið.

71 - Sigurleikir Englands sem Rooney spilaði í, 29 jafntefli og 19 töp.

53 - Markamet Rooney fyrir England.

7 - Aðeins sjö af mörkum hans hafa komið í lokakeppni stórmóts, þar af fjögur þegar hann var 18 ára á EM 2004.

1 - Hann hefur aðeins skorað einu sinni á HM, gegn Úrúgvæ 2014.

6 - Rooney hefur spilað í sex stórmótum með Englandi, missti af EM 2008.

22 - Hann hefur leitt enska landsliðið út sem fyrirliði 22 sinnum. Þá bætast við sjö leikir þar sem hann bar bandið hluta leiksins.

17 - Rooney spilaði sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn sem varamaður í vináttulandsleik gegn Ástralíu í febrúar 2003. Þá var hann 17 ára og 111 daga. Hann var þá yngsti landsliðsmaður í sögu Englands. Theo Walcott hefur síðan slegið það met.

45 - Sir Bobby Charlton átti markamet Englands í 45 ár áður en Rooney sló það 2015.

6 - Rooney spilaði undir sex landsliðsþjálfurum hjá Englandi; Sven-Göran Eriksson, Steve McClaren, Fabio Capello, Roy Hodgson, Sam Allardyce og Gareth Southgate.

2 - Rooney fékk tvö rauð í landsliðsbúningnum. Fræga brottvísun gegn Portúgal á HM 2006 og svo aftur í leik gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2012. Þá fékk hann tólf gul.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner