Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 24. ágúst 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Nær FH að koma til baka?
Úr fyrri leik FH og Braga.
Úr fyrri leik FH og Braga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag kemur það í ljós hvort FH spili fótbolta fram í desember eða ekki. Þeir leika gegn Braga í Evrópudeildinni.

Þetta er seinni leikur liðanna, en fyrri leikurinn á Kaplakrikavelli endaði með 2-1 sigri Braga. FH komst yfir í leiknum með glæsimarki Halldórs Orra Björnssonar, en Braga háði endurkomu.

Nú verður FH að koma til baka. Þeir verða að skora tvö í Portúgal.

Leikurinn hefst 18:45, en stundarfjórðungi síðar hefst leikur Everton og Hadjuk Split. Þar mun Gylfi Þór Sigurðsson líklega spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Everton. Hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester City á mánudag, en hann byrjar líklega í kvöld.

Everton vann fyrri leikinn á heimavelli 2-0.

Leikir dagsins:

18:45 Braga - FH
19:00 Hadjuk Split - Everton

Til að skoða alla hina leiki kvöldsins, smelltu hér!
Athugasemdir
banner
banner
banner