mið 23. ágúst 2017 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Góð úrslit fyrir Glódísi og hennar stöllur
Sif Atladóttir og Glódís Perla á blaðamannafundi.
Sif Atladóttir og Glódís Perla á blaðamannafundi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heldur betur nóg að gera í sænska boltanum í kvöld. Það er fullt af leikjum í bikarkeppni karla, en það var einnig leikið í úrvalsdeild kvenna, Damallsvenskan.

Það voru fimm leikir spilaðir í kvöld í Damallsvenskan.

Íslendingaliðin Djurgården og Kristianstad gerðu jafntefli í sínum leikjum. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir spiluðu með Djurgården í 2-2 jafntefli gegn Kvarnsvedens og þá spilaði Sif Atladóttir í vörn Kristianstad í 1-1 janftefli gegn Vittsjö. Þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir.

Toppliðið í deildinni, Linköpings, missteig sig í kvöld. Þær töpuðu mjög óvænt gegn Pitea á heimavelli.

Það eru góðar fréttir fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur og hennar liðsfélaga í Rosengård. Þær eru í öðru sæti á eftir Linköpings, en þær geta núna minnkað forskotið ef þær vinna þann leik sem þær eiga til góða. Ef þær vinna, þá minnka þær forskotið í tvö stig.

Glódís kom til Rosengård stuttu áður en EM hófst. Hún hefur spilað einn leik með liðinu, en hann endaði með góðum sigri.

Rosengård er eitt stærsta liðið í Svíþjóð og þær ætla sér titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner