Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. ágúst 2017 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Breiðablik lagði Hauka í markaleik
Rakel gerði fjögur mörk fyrir Blika.
Rakel gerði fjögur mörk fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik 7 - 2 Haukar
1-0 Rakel Hönnudóttir ('3 )
2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('9 )
3-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('22 )
3-1 Vienna Behnke ('27 )
3-2 Alexandra Jóhannsdóttir ('51 )
4-2 Rakel Hönnudóttir ('56 )
5-2 Rakel Hönnudóttir ('60 )
6-2 Fanndís Friðriksdóttir ('74 )
7-2 Rakel Hönnudóttir ('86 )
Lestu nánar um leikinn

Það var blásið til veislu á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik fékk botnlið Hauka í heimsókn í Pepsi-deild kvenna.

Rakel Hönnudóttir kom Blikum eftir þrjár mínútur og fljótlega var staðan orðin 3-0. Haukar náðu að minnka muninn fyrir leikhlé, en staðan þegar dómarinn flautaði var 3-1 fyrir Breiðablik.

Í upphafi seinni hálfleiks minnkuðu Haukar muninn enn frekar, í 3-2, en eftir það var leikurinn eign Blika.

Á 56. mínútu skoraði Rakel Hönnudóttir og hún fullkomnaði þrennu sína á 60. mínútu. Fanndís Friðriksdóttir setti sjötta markið áður en Rakel Hönnudóttir skoraði sitt fjórða mark.

Lokatölur voru 7-2 fyrir Blika í ótrúlegum leik. Breiðablik er í öðru sæti, átta stigum á eftir Þór/KA, en Haukar eru á botninum. Þær eru aðeins með eitt stig að 14 leikjum loknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner