Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 23. ágúst 2017 22:07
Mist Rúnarsdóttir
Úlfur Blandon: Á góðri siglingu eftir landsleikjafrí
Úlfur fékk sigur í dramatískum leik
Úlfur fékk sigur í dramatískum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn og mér fannst við skora þrjú góð mörk en við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik. Mér fannst Fylkisliðið mæta tilbúið í þennan leik og gera þetta feykilega vel. Þær geta verið stoltar af sinni frammistöðu. Þær áttu góðan leik í dag og við áttum góðan leik í seinni hálfleik,“ sagði Úlfur Blandon, þjálfari Vals, eftir 3-2 sigur á Fylki fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Fylkir

Leikurinn var tíðindalítill lengst af en lokamínúturnar magnaðar þar sem báðum liðum tókst að skora og lokatölur 3-2. Það var heilt yfir ekki mikið bit í sóknarleik Vals en Elín Metta Jensen, þeirra markahæsti leikmaður tók út leikbann. Söknuðu Valskonur hennar?

„Elín Metta er auðvitað okkar helsti markaskorari, er búin að skora 10 mörk á þessu tímabili og er fyrirliði liðsins. Maður saknar alltaf góðra leikmanna en mér fannst þær sem komu inn og tóku við boltanum standa sig eins vel og ég vænti af þeim,“ svaraði Úlfur.

Valsliðið hefur verið á flottri siglingu er að klífa upp töfluna eftir vonbrigði í byrjun sumars. Úlfur er ánægður með skriðið sem liðið er á.

„Eins og allir vita erum við búin að vera að reyna að pússla saman liði á þessu tímabili. Margir búnir að detta úr hjá okkur og það tekur tíma að búa til lið. Við erum allavegana búin að vera á góðri siglingu eftir landsleikjafrí.“

Nánar er rætt við Úlf í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner