Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. ágúst 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hljóp inn á völlinn og réðst á leikmenn Burnley
Frá atvikinu.
Frá atvikinu.
Mynd: Getty Images
Erkifjendurnir og nágrannarnir Burnley og Blackburn mættust í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld.

Það voru mikil læti og mikil öryggisgæsla í kringum þennan leik enda blóðheitir stuðningsmenn á ferð.

Einn af þessum "blóðheitu" stuðningsmönnum ákvað að hlaupa inn á völlinn og ráðast að leikmönnum Burnley. Hann tók Ashlew Westwood, miðjumann Burnley, hálstaki áður en leikmenn beggja liða skárust í leikinn og tóku hann niður.

Öryggisverðirnir voru eitthvað seinir á sér, en þeir komu að lokum og gengu með hann af leikvanginum.

Burnley vann leikinn, en Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og spilaði síðustu mínúturnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner