Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 23. ágúst 2017 22:14
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Kjartan: Höfuðmarkmið að gera sterkari Hauka
Kjartan var allt annað en ánægður með varnarleik síns liðs í kvöld
Kjartan var allt annað en ánægður með varnarleik síns liðs í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta er lélegasti leikurinn okkar ‘so far’, þá varnarlega, alveg klárt. Margt ágætt í uppspili, halda bolta og jú við skorum tvö mörk. Okkur hefur nú ekki alltaf tekist það. En varnarleikurinn var afspyrnu slakur," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, eftir 7-2 tap gegn Blikum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  2 Haukar

Athylgi vakti að þjálfarar Hauka ákváðu að taka markahæsta leikmanninn sinn, Marjani Hing-Glover, og setja hana í vinstri hafsent í þriggja manna hafsentalínu og notast svo við vængbakverði. Í þessari stöðu mætti hún Svövu Rós, framherja Blika, sem býr yfir gífurlegum hraða. Svava Rós fór oft á tíðum mjög illa með Marjani sem virtist ekki alveg vera að finna sig í stöðunni.

"Við höfðum vissulega áhyggjur af varnarleiknum. Sara er veik og Sólveig er farin til Noregs og við erum með rosalega þunnskipaðan hóp. Þannig að það var farið að leita lausna. Við erum neðstar og höfum fengið flest mörk á okkur. Með okkar sterkasta lið höfum við samt verið að fá á okkur alls konar grín mörk. Við þjálfarar fórum í það að reyna að stoppa í það. Og þess vegna fórum við í það ævintýri að taka markahæsta leikmanninn okkar og smella honum í vörn. Hún ´lúkkaði´ vel þar á æfingu og það er margt gott við hana í vörninni en hún er klárlega betri framherji en varnarmaður. En hún leysti margt mjög vel og við vissum það alveg fyrirfram að við værum að fara að mæta ansi hröðum framherjum. Og við töldum það svo að þetta væri besta staðan fyrir okkur til þess að eiga einhvern möguleika í þennan leik."

Tölfræðilega getur liðið haldið sér uppi ef allt fer á besta veg. Næsti leikur liðsins er gegn Fylki sem situr í næstneðsta sætinu. Þangað hljóta Haukar að mæta dýrvitlausir eða hvað?

"Það er alveg klárt. Markmiðið er að vinna okkar fyrsta leik. Og þá get ég farið að pæla í einhverjum möguleikum. Okkur var vissulega spáð sem neðstum og lóðrétt niður og allt það. Við erum hugsanlega að fara þá lóðrétt niður. En það sem við kannski tökum með okkur í þessari ferð þá niður er að allir leikmenn eru reynslunni ríkari, allir leikmenn fá að spila í þessari deild. Við erum með unga og efnilega leikmenn sem stóru liðin í kringum okkur hafa óskað eftir. Þær spila alla leiki en vinkonur þeirra spila ekki rassgat og sitja á bekk! Og þessir leikmenn vilja ekki koma til okkar. Þannig að við erum að leyfa öllum Haukurum að fá góð tækifæri."

"Höfuðmarkmiðið var að gera sterkari Hauka og ég held að það sé að takast þó að við séum að fá á okkur ódýr mörk, erum að fylgja mönnum illa niður en við verðum að átta okkur á því að þeir leikmenn sem voru að slátra okkur í dag eru frábærir fótboltamenn sem voru að spila vel í dag. Hraði þeirra er mikill, tækni, lipurð og ýmislegt slíkt. Það er nú það sem maður segir við stelpurnar þegar maður kemur inní klefa og er búinn að vera tekinn illa í bakaríið," sagði Kjartan að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner