Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. ágúst 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman um Rooney: Góð ákvörðun fyrir hann og Everton
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, er hæstánægður með ákvörðun Wayne Rooney að hætta að gefa kost á sér með enska landsliðinu.

Hinn 31 árs gamli Rooney er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 53 mörk í 119 leikjum.

Í gær lagði hann landsliðskóna á hilluna, en Koeman er sáttur með þá ákvörðun og býst við því að hún muni reynast Everton vel.

„Mér finnst þetta góð ákvörðun fyrir hann og góð ákvörðun fyrir Everton," sagði Koeman á blaðamannafundi í gær.

„Wayne talaði við mig um þetta. Hann ræddi við landsliðsþjálfarann og hann tók sína ákvörðun. Hann telur að þetta sé best fyrir Everton. Leikmaðurinn á alltaf að vera sá sem tekur ákvörðunina, ég virði það. Ég gef honum ekki ráð og ég á ekki að taka þátt í þessari ákvörðun."
Athugasemdir
banner
banner
banner