Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. ágúst 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Klopp vonar að Meistaradeildin hjálpi við að fá leikmenn
Klopp er sáttur eftir gærdaginn.
Klopp er sáttur eftir gærdaginn.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gefið í skyn að nýir leikmenn gætu bæst í hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir viku.

Liverpool tryggði sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sigri á Hoffenheim í gær. Klopp vonast til að það hjálpi til á leikmannamarkaðinum.

„Þetta hefur mikil áhrif á félagaskiptamarkaðinn, sérstaklega ef við náum þessu oftar," sagði Klopp eftir að sætið í riðlakeppninni var í höfn.

„Ef þú ræðir við leikmenn þá tala þeir oft um þetta...sérstaklega leikmenn sem við ræðum við. Við þurfum ekki að tala við leikmenn sem eru ekki betri en leikmennirnir sem við eigum fyrir."

„Þegar við erum að reyna að framlengja samninga við leikmenn í hópnum þá gætu þeir sagt 'Já, ég vil spila í meistaradeildinni. Ég hugsa alltaf þá 'Það er þitt verk að koma okkur þangað. Ekki kenna okkur um að þú getir ekki spilað í Meistaradeildinni, gerðu þetta með okkur."

„Það er það sem þetta lið gerði og þess vegna er ég svona ánægður. 14 manna vinna og við náðum þessu - vel gert!"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner