Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. ágúst 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Vill Ronaldo fara frá Real Madrid?
Ronaldo fær rauða spjaldið á dögunum.
Ronaldo fær rauða spjaldið á dögunum.
Mynd: Getty Images
Spænska dagblaðið El Pais segir að Cristiano Ronaldo sé að íhuga að fara frá Real Madrid áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku.

Ronaldo er sagður ósáttur við fimm leikja bannið sem hann var dæmdur í á dögunum. Ronaldo fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir leikaraskap í leik gegn Barcelona í spænska ofurbikarnum.

Eftir að rauða spjaldið fór á loft þá ýtti Ronaldo við dómaranum. Í kjölfarið var fjórum leikjum bætt við eins leiks bannið sem hann fékk fyrir rauða spjaldið.

„Óréttlæti eftir óréttlæti. Þeir munu ekki ná mér niður," sagði Ronaldo á Instagram í vikunni.

Fyrr í sumar var einnig orðrómur um að Ronaldo myndi fara frá Real Madrid eftir að hann var kærður fyrir skattalagabrot.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner