Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 29. mars 2005 06:11
Ásgeir Elíasson: Maruniak er 10 marka maður
Ásgeri Elíasson þjálfari Þróttar og fyrrverandi landsliðsþjálfari var í viðtali hjá okkur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn var. Þar kom margt athyglisvert fram en við ræddum við Ásgeir um landsleikina gegn Króötum og Ítölum auk sumarsins framundan hjá Þrótti.

"Það er alltaf séns í fótbolta" sagði Ásgeir um möguleika Íslendinga gegn Króötum en leikurinn fór fram seinna um daginn. "En ég held að það verði nú að teljast líklegra að Króatarnir vinni þennan leik en að við náum jafntefli eða vinnum" sagði Ásgeir en bætti við að með sterki vörn væri allt mögulegt.

Annað kom á daginn, vörnin var slök og leikurinn tapaðist 4-0 þar sem íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn sterkum Króötum. Ásgeir greindi svo frá því að Þróttur væri ekki á höttunum eftir fleiri leikmönnum nema "eitthvað sérstakt kæmi upp".

Þróttur samdi við Jozef Maruniak, slóvenskan framherja í síðustu viku en hvorki Hjálmar Þórarinsson né Sören Hermansen verða með Þrótti í sumar. Hjálmar er genginn til liðs við Hearts í Skotlandi en Sören er hættur atvinnumennsku.

Þróttarar ætla greinilega að treysta á Maruniak en Ásgeir vonaðist eftir því að sjá 10 mörk frá honum á tímabilinu. Það verður því spennandi að fylgjast með Maruniak og Þrótturunum í sumar en það styttist að sjálfsögðu með degi hverjum í að Íslandsmótið hefjist.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið
Smelltu hér til að skoða heimasíðu þáttarins
Athugasemdir
banner
banner
banner