Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. september 2017 15:28
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð með þrennu í sigri Augsburg
Alfreð setti þrennu í dag
Alfreð setti þrennu í dag
Mynd: Twitter
Alfreð Finnbogason skoraði öll mörk Augsburg í 3-0 heimasigri liðsins á Köln í þýsku Bundesligunni í dag.

Fyrsta markið skoraði Alfreð með góðum skalla og mark númer tvö skoraði hann úr vítaspyrnu. Hann fullkomnaði svo þrennuna í uppbótartíma og gulltryggði góðan sigur Augsburg.

Alfreð er þá kominn með fjögur mörk í Bundesligunni á þessu tímabili og er að byrja tímabilið mjög vel hjá Augsburg. Þetta var fyrsti sigurleikur Augsburg á þessu tímabili en þeir höfðu aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.

Borussia Dortmund gerði markalaust jafntefli við Freiburg á útivelli en þeir eru komnir tímabundið á topp deildarinnar en Bayern getur endurheimt toppsætið seinna í dag þegar þeir spila við Hoffenheim.

Freiburg 0 - 0 Borussia Dortmund
Rautt spjald:Yoric Ravet, Freiburg ('29)

Borussia M. 0 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Kevin-Prince Boateng ('13 )

Augsburg 3 - 0 Köln
1-0 Alfreð Finnbogason ('21 )
2-0 Alfreð Finnbogason ('33 , víti)
3-0 Alfreð Finnbogason ('90 )

Mainz 3 - 1 Bayer Leverkusen
0-1 Dominik Kohr ('22 )
1-1 Yoshinori Muto ('45 )
2-1 Abdou Diallo ('57 )
3-1 Suat Serdar ('71 )

Wolfsburg 1 - 1 Hannover
1-0 Daniel Didavi ('52 )
1-1 Martin Harnik ('75 )
Athugasemdir
banner
banner