mið 13. september 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Jafnt hjá Liverpool - Tottenham vann Dortmund
Liverpool tókst ekki að landa sigri.
Liverpool tókst ekki að landa sigri.
Mynd: Getty Images
Kane og Son voru á skotskónum.
Kane og Son voru á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Ronaldo setti tvö.
Ronaldo setti tvö.
Mynd: Getty Images
Nú er 1. umferðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lokið. Í gærkvöldi voru átta leikir og í kvöld voru aðrir átta leikir.

Liverpool fékk enga draumabyrjun. Þeir lentu snemma undir eftir mistök Dejan Lovren. Roberto Firmino jafnaði og stuttu síðar skoraði Mohamed Salah og kom Liverpool yfir, 2-1.

Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum. Liverpool hefði getað komist í 3-1 fyrir hlé, en Firmino klúðraði vítaspyrnu.

Sevilla nýtti sér mistökin og þeir jöfnuðu í seinni hálfleiknum og klóruðu í öflugt stig á Anfield. Lokatölur 2-2 í þessum leik.

Manchester City vann 4-0 sigur á Feyenoord í Hollandi og á Wembley vann Tottenham frekar óvæntan sigur á Dortmund.

Ríkjandi Evrópumeistarar Real Madrid hefja þá titilvörnina á öruggum sigri. Þeir áttu ekki í miklu baslu með APOEL frá Kýpur í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö í 3-0 sigri.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar kvöldsins.

E-riðill
Maribor 1 - 1 Spartak
0-1 Aleksandr Samedov ('59 )
1-1 Jasmin Mesanovic ('85 )

Liverpool 2 - 2 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder ('5 )
1-1 Roberto Firmino ('21 )
2-1 Mohamed Salah ('37 )
2-1 Roberto Firmino ('42 , Misnotað víti)
2-2 Joaquin Correa ('72 )
Rautt spjald: Joseph Gomez, Liverpool ('90)

F-riðill
Feyenoord 0 - 4 Manchester City
0-1 John Stones ('2 )
0-2 Sergio Aguero ('10 )
0-3 Gabriel Jesus ('25 )
0-4 John Stones ('63 )

Shakhtar D 2 - 1 Napoli
1-0 Taison ('15 )
2-0 Facundo Ferreyra ('58 )
2-1 Arkadiusz Milik ('71 , víti)

G-riðill
RB Leipzig 1 - 1 Mónakó
1-0 Emil Forsberg ('32 )
1-1 Youri Tielemans ('35 )

Porto 1 - 3 Besiktas
0-1 Anderson Talisca ('13 )
1-1 Dusko Tosic ('21 , sjálfsmark)
1-2 Cenk Tosun ('28 )
1-3 Ryan Babel ('86 )

H-riðill
Real Madrid 3 - 0 APOEL
1-0 Cristiano Ronaldo ('12 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('51 , víti)
3-0 Sergio Ramos ('61 )

Tottenham 3 - 1 Borussia D.
1-0 Son Heung-Min ('4 )
1-1 Andriy Yarmolenko ('11 )
2-1 Harry Kane ('15 )
3-1 Harry Kane ('60 )
Rautt spjald: Jan Vertonghen, Tottenham ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner