Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. september 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Heimslisti FIFA: Ísland efst á Norðurlöndunum
Ísland er í 22. sæti listans.
Ísland er í 22. sæti listans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FIFA hefur gefið út nýjan heimslista í karlaflokki en þar situr Ísland í 22. sæti.

Eftir tap gegn Finnum og sigur á Úkraínu þá fellur íslenska landsliðið niður um tvö sæti á listanum. Ísland fer hins vegar upp fyrir Svíþjóð og er því efst af Norðurlandaþjóðunum á listanum.

Slóvakía og Norður-Írland fara upp fyrir Ísland. Ísland yrði þá í neðri styrkleikaflokki ef liðið færi í umspil fyrir HM í nóvember en miðað er við styrkleikalista FIFA í drættinum þar.

Ítalía, Portúgal, Slóvakía og Norður-Írland eru í efri styrkleikaflokknum miðað við liðin sem eru í 2. sæti í riðlunum í dag en tvær umferðir eru eftir í riðlakeppninni í október. Ísland, Svíþjóð, Bosnía-Hersegóvína og Svartfjallaland eru í neðri flokknum.

Heimslisti FIFA
1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Portúgal
4. Argentína
5. Belgía
6. Pólland
7. Sviss
8. Frakkland
9. Síle
10. Kolumbía
11. Spánn
12. Perú
13. Wales
14. Mexíkó
15. England
16. Úrúgvæ
17. Ítalía
18. Króatía
19. Slóvakía
20. Norður-Írland
21. Kosta-Ríka
22. Ísland
23. Svíþjóð
24. Úkraína
25. Íran
26. Danmörk
27. Tyrkland
28. Bandaríkin
29. Holland
30. Egyptaland
Athugasemdir
banner
banner
banner