Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. september 2017 09:40
Magnús Már Einarsson
Barcelona hættir við Coutinho - Costa til Atletico Madrid
Powerade
Coutinho hefur verið fastagestur í slúðrinu í margar vikur.
Coutinho hefur verið fastagestur í slúðrinu í margar vikur.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere gæti farið til Crystal Palace.
Jack Wilshere gæti farið til Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Real Madrid vill fá Alexis Sanchez (28), leikmann Arsenal. (Don Balon)

Roy Hodgson, nýráðinn stjóri Crystal Palace, ætlar að reyna að fá Jack Wilshere (25) frá Arsenal í janúar. (Daily Mail)

Hodgson fær 40 milljónir punda til að kaupa leikmenn í janúar. (Daily star)

Atletico Madrid hefur náð stórum áfanga í samningaviðræðunum við Chelsea um kaup á Diego Costa (28). (Sky Sports)

Atletico vonast til að ganga frá kaupum á Costa á næstunni. (Daily Mail)

Costa átti að koma aftur til London frá Brasilíu í fyrradag en hann kom ekki. (Marca)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir ekki rétt að samningaviðræður félagsins við Mesut Özil (28) hafi siglt í strand. Özil verður samningslaus næsta sumar. (Daily Mirror)

Umboðsmennirnir Jorge Mendes og Mino Raiola eru að berjast um Dele Alli (21), miðjumann Tottenham. (Times)

Inter ætlar að bjóða framherjanum Mauro Icardi (24) nýjan samning með riftunarákvæði yfir 100 milljónir punda til að koma í veg fyrir að hann fari til Arsenal, Chelsea eða Manchester United. (Talksport)

Andres Iniesta (33) ætlar að gera nýjan samning við Barcelona frekar en að ganga í raðir Juventus. (Goal)

Tottenham, Everton og Burnley eru að berjast um Thomas Delaney (26) miðjumann Werder Bremen. (Sun)

Everton gæti reynt að fá hægri bakvörðinn Anthony Ralston (18) frá Celtic í janúar. (Sun)

Carlo Ancelotti vill koma í ensku úrvalsdeildina næsta sumar ef hann hættir hjá Bayern Munchen. (ESPN)

RB Leipzig ætlar að bjóða framherjann Timo Werner (21) nýjan samning. Liverpool hefur sýnt honum áhuga. (Talksport)

Barcelona ætlar ekki að bjóða aftur í Philippe Coutinho (25) leikmann Liverpool. Þess í stað ætlar Barcelona að reyna að fá Jean Michael Seri (26) frá Nice. (Daily Mirror)

Real Madrid hefur áhuga á Brahim Diaz (18) mðijumanni Manchester City. (Talksport)

Arsenal og Leicester reyndu að fá varnarmanninn Benedikt Howedes (29) frá Schalke áður en hann fór til Juventus á láni. Þetta segir umboðsmaður hans. (Bild)

Burnley hefur fengið danska markvörðinn Anders Lindegaard (33) á láni. Lindegaard var á mála hjá Manchester United á sínum tíma. (Lancashire Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner