Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. september 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Cristian Martínez kennir sund á Snæfellsnesi
Martínez hefur verið öflugur í sumar.
Martínez hefur verið öflugur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martínez í leik gegn Breiðabliki.
Martínez í leik gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Cristian Martínez hefur sannað sig sem hörkumarkvörður í Pepsi-deildinni en hann er algjör lykilmaður hjá Víkingi Ólafsvík þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tímabil.

Í viðtali við vikingurreynir.is segir hann frá því að hann líti á Ísland sem sitt heimaland en hann býr hérna yfir vetrartímann.

Síðasta vetur starfaði Martínez við kennslu í skólanum og mun halda því áfram þennan vetur. Samhliða því mun hann sinna þjálfun barna í sundi og fótbolta.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að þjálfa fótbolta og sund í vetur. Mér finnst báðar íþróttagreinar skemmtilegar auk þess sem ég hef mjög gaman af því að vinna með börnum. Vonandi munu börnin skemmta sér líka," segir Martínez sem var spurður að þvú hvernig sundmaður hann væri?

„Alltaf þegar ég fer í sund þá reyni ég að gera meira en ég get,” segir Cristian hlæjandi. „Annars hef ég því miður ekki haft mikinn tíma fyrir sund í sumar. Ég bæti úr því þegar keppnistímabilinu í fótboltanum er lokið."

„Ég er eiginlega alltaf í vinnunni en þegar ég fæ frítíma finnst mér best að vera heima að horfa á bíómyndir eða sjónvarpsþætti. Ég reyni líka að lesa bækur þegar tími gefst til."

Martínez segir að það hafi ekki verið stefnan að festa rætur hér á landi þegar hann kom til Íslands frá Spáni 2015.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég yrði svona lengi á Íslandi og farinn að vinna í skólanum hérna. En ég er mjög ánægður með þetta og vil nýta tækifærið til að þakka öllum sem hafa hjálpað mér að koma mér fyrir á Íslandi. Mér finnst ég vera heima hjá mér.”

„Ég kann vel við Snæfellsbæ því þetta er mjög rólegt og friðsælt bæjarfélag. Fólkið hérna er líka ótrúlega almennilegt og alltaf tilbúið til að rétta fram hjálparhönd ef maður þarf á því að halda," segir Martínez.

Ólsarar eru í harðri fallbaráttu í Pepsi-deild karla en þeir eiga leik gegn Stjörnunni í kvöld.

fimmtudagur 14. september
17:00 ÍBV-Grindavík (Hásteinsvöllur)
17:00 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn)
17:00 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
17:00 KA-Valur (Akureyrarvöllur - Stöð 2 Sport 4)
17:00 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur - Stöð 2 Sport)
19:15 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn - Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner