Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. september 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferguson yngri mætir Wenger - Fékk ráð frá þeim gamla
Fær ráð hjá gamla manninum.
Fær ráð hjá gamla manninum.
Mynd: Getty Images
Darren Ferguson hefur notað undanfarna daga í það að undirbúa lið sitt, Doncaster, fyrir bikarleik gegn Arsenal á morgun.

Darren er sonur Sir Alex Ferguson, sem var gríðarlega sigursæll með Manchester United á sínum tíma, en Darren hefur rætt við föður sinn og fengið ráð hjá honum hvað skuli gera gegn Arsene Wenger.

Sir Alex og Wenger, sem eins og allir vita er stjóri Arsenal, voru erkifjendur í mörg ár, en í dag eru þeir góðir vinir.

„Faðir minn og Arsene Wenger bera gríðarlega virðingu fyrir hvor öðrum," sagði Darren við Sky Sports.

„Þeir eru miklir keppnismenn, báðir tveir og það var alltaf hart barist þegar þeir mættust. Ég hlakka til að takast á við Wenger. Hann (Wenger) er frábær stjóri og auðvitað væri gaman að vinna gegn honum, en við erum meðvitaðir um að það verður erfitt."

Aðspurður hvort hann væri búinn að fá einhver ráð frá föður sínum
sagði Darren: „Já, ég er búinn að ræða mikið við hann. Hann verður á vellinum og móðir mín líka."

Leikur Arsenal og Doncaster hefst 18:45 á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Athugasemdir
banner
banner
banner