Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. september 2017 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danir létu ekki deilurnar hafa áhrif og unnu 6-1
Mynd: Getty Images
Danska kvennalandsliðið spilaði í kvöld gegn Ungverjum í undankeppni HM.

Undanfarnir dagar hafa væntanlega tekið á fyrir stelpurnar í danska landsliðinu þar sem þær hafa hafa staðið í launadeilum við knattspyrnusambandið í Danmörku.

Á tímapunkti var útlit fyrir að landsliðskonurnar dönsku myndu ekki spila leikinn, en á síðustu stundu náðist samkomulag.

Þær dönsku spiluðu því leikinn, en þær komust yfir á 28. mínútu þegar Nadia Nadim skoraði úr vítaspyrnu. Ungverjum tókst að jafna, en eftir það sýndi Danmörk hversu góðar þær eru.

Þær unnu að lokum 6-1 og þær byrja undankeppni HM af miklum krafti. Sanne Troelsgaard-Nielsen, liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengård skoraði þrennu í leiknum.

Sjá einnig:
Danskar landsliðskonur ósáttar og spila ekki næsta leik
Danska karlalandsliðið vill að konurnar fái sömu bónusa
Sara Björk um ástandið í Danmörku: Verður ekkert verkfall hjá okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner