Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. september 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalskan þingmann langar með Dybala til Norður-Kóreu
Mynd: Getty Images
Ein skrýtnasta saga vikunnar kemur frá Ítalíu og tengist hún bæði Norður-Kóreu og Paulo Dybala, sóknarmanni Juventus.

Ítalska þingmanninn Antonio Razzi langar nefnilega að fara með Dybala til Norður-Kóreu.

Razzi, sem er mjög hrifinn af Norður-Kóreu, vill fara með Dybala þangað og kynna honum fyrir góðvini sínum Kim Jong-un.

„Ég vil fara með Dybala til Norður-Kóreu, og einnig Il Volo," sagði Razzi í útvarpsviðtali við Radio Cusano Campus, en Il Volo er ítölsk hljómsveit sem keppti í Eurovision um árið.

„Hann (Kim Jong-un) er mjög ástríðufullur þegar kemur að íþróttum og tónlist, þess vegna er ég að reyna að fá Dybala inn í þetta. Ef ég tek Dybala með mér þangað, þá myndu 200 þúsund manns mæta og sjá hann. Þetta væri þjóðhátíð."

Sjá einnig:
Kim Jong-Un heldur mikið upp á ítölsku deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner