mið 20. september 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Formaður Shanghai: Tevez hefur ekki staðist væntingar
Mynd: Getty Images
Wu Xiaohui, stjórnarformaður Shanghai Shenhua, viðurkennir það að kaup félagsins á Carlos Tevez hafi ekki verið góð.

Hann segir að Tevez hafi ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans þegar hann var keyptur.

Tevez varð launahæsti leikmaður í heimi þegar hann gekk í raðir Shanghai í fyrra en hann fær 610 þúsund pund í laun á viku.

„Okkar ætlun var að fá inn stjörnu með mikil gæði, og við töldum allir að Tevez myndi henta í það," sagði Xiaohui við Shanghai TV. „Hann hefur hins vegar ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans," sagði formaðurinn enn fremur.

Tevez hefur verið í eintómu veseni síðan hann kom til Kína. Í augnablikinu fær hann ekki að spila þar sem hann er of þungur.

Sjá einnig:
Tevez fær ekki að spila - Er of þungur
Athugasemdir
banner
banner
banner