Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. september 2017 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deildabikarinn: Leeds kláraði Jóa Berg og félaga í vítakeppni
Fögnuðurinn leyndi sér ekki.
Fögnuðurinn leyndi sér ekki.
Mynd: Getty Images
Leeds eyðilagði vonir Jóhanns Bergs og félaga í Burnley í enska deildabikarnum í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Það var gríðarleg dramatík í venjulegum leiktíma, en Burnley jafnaði á síðustu stundu eftir að hafa lent 2-1 undir.

Það var ekkert mark skorað í framlengingunni og því fór leikurinn alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Leeds betur, 5-3.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allar 120 mínúturnar, en hann tók ekki vítaspyrnu fyrir Burnley í vítaspyrnukeppninni.

Í hinum leikjunum sem fóru í framlengingu vann Bournemouth 1-0 sigur á Brighton og Wolves vann Bristol Rovers.

Burnley 2 - 2 Leeds (Leeds vann í vítaspyrnukeppni)
0-1 Hadi Sacko ('80 )
1-1 Chris Wood ('89 , víti)
1-2 Pablo Hernandez ('90 , víti)
2-2 Robbie Brady ('90 )

Bournemouth 1 - 0 Brighton
1-0 Joshua King ('99 )

Wolves 1 - 0 Bristol Rovers
1-0 Bright Enobakhare ('98 )



Athugasemdir
banner
banner
banner