Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 20. september 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Szczesny fær tækifæri hjá Juventus - Buffon hvíldur
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny verður í rammanum hjá Juventus þegar liðið mætir Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, ætlar að hvíla reynsluboltann Gianluigi Buffon í leiknum í dag og því Szczesny sénsinn.

„Eftir leikinn gegn Barcelona (í Meistaradeildinni) þá ákváðum við það, með Gigi, að spila Szczesny í þessum leik," sagði Allegri á blaðamannafundi í gær. „Þetta þýðir ekki það að ég beri minna eða meira traust til Buffon," sagði Allegri enn fremur.

„Szczesny er mjög góður markvörður, einn sá besti í heimi. Það er mjög mikilvægt fyrir Juventus að hafa tvo markverði eins og Buffon og Szczesny. Buffon fær hvíld í þessum leik."

Leikur Juventus og Fiorentina hefst 18:45 og er í beinni sjónvarpsútsendingu á SportTV.

Leikir dagsins:
16:00 Benevento - Roma
18:45 Atalanta - Crotone
18:45 Cagliari - Sassuolo
18:45 Genoa - Chievo
18:45 Hellas Verona - Sampdoria
18:45 Juventus - Fiorentina (SportTV)
18:45 Lazio - Napoli
18:45 AC Milan - Spal
18:45 Udinese - Torino
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner