mið 20. september 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Shakespeare fagnaði þegar Coutinho fór út af
Shakespeare brosti þegar hann sá skiptingu hjá Liverpool í hálfleik.
Shakespeare brosti þegar hann sá skiptingu hjá Liverpool í hálfleik.
Mynd: Getty Images
Craig Shakespeare, stjóri Leicester, segir að það hafi átt sinn þátt í 2-0 sigri liðsins á Liverpool í gær að Philippe Coutinho fór af velli í hálfleik.

Coutinho spilaði 78 mínútur gegn Burnley á laugardag og Jurgen Klopp ákvað að láta hann einungis spila hálfleik í gær.

Markalaust var í leikhléi en Shakespeare fagnaði þegar hann sá að Coutinho kom ekki til leiks í seinni hálfleik.

„Við vorum svolítið heppnir í fyrri hálfleik. Við vissum að markið okkar var í hættu," sagði Shakespeare eftir leik.

„Ég var ánægður með að komast inn í hálfleik og ég var ennþá ánægðari þegar ég sá að þeir tóku Coutinho af velli. Það var eitt af aðalatriðunum fyrir síðari hálfleikinn."

Sjá einnig:
Klopp talar um af hverju Coutinho fór út af í hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner