Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Andri Rúnar stefnir á að fara út í atvinnumennsku
Andri fagnar sigri í sumar.
Andri fagnar sigri í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindvíkinga, vonast til að fá að reyna fyrir sér í atvinnumennsku erlendis á næsta ári.

Hinn 26 ára gamli Andri hefur skorað átján mörk í Pepsi-deildinni í sumar og gæti bætt markametið í efstu deild. Samningur hans við Grindavík rennur út eftir tímabilið og þá ætlar Andri að reyna að fara út.

„Ég stefni á að fara út. Það er markmið númer 1, 2 og 3. Ég er ekki að spá í öðru eins og er," sagði Andri við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ég er með aðra sem spá í því fyrir mig. Ég þarf þá ekki að einbeita mér að því."

„Ég tel mig eiga fullt erindi í að fara út. Ég er á góðum aldri finnst mér og ég tel að ég sé tilbúinn í að fara út. Ég tel mig vera það andlegan sterkan að ég eigi að geta gert eitthvað frá fyrsta degi."

Sjá einnig:
Bestur í 20. umferð: Vona að Milos láti mig vita hvað það er
Athugasemdir
banner
banner
banner