Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. september 2017 12:45
Elvar Geir Magnússon
Allir leikmenn sem Klopp hefur keypt til Liverpool dæmdir
Sadio Mane hefur reynst frábær kaup.
Sadio Mane hefur reynst frábær kaup.
Mynd: Getty Images
Hinn umdeildi Ragnar Klavan.
Hinn umdeildi Ragnar Klavan.
Mynd: Getty Images
Spjót beinast að Jurgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool eftir ósannfærandi byrjun á ensku úrvalsdeildinni og tap gegn Leicester í deildabikarnum. Eru slök leikmannakaup ástæðan fyrir vandamálum liðsins? The Telegraph ákvað að dæma alla leikmenn sem Þjóðverjinn hefur fengið til sín á Anfield.

Marko Grujic 6/10
Fyrsti leikmaðurinn sem Klopp fékk hefur staðið sig vel þegar hann er notaður. Meiðsli hömluðu honum á fyrsta tímabili en hann er nú að reyna að brjóta sér leið inn í liðið.

Sadio Mane 9/10
Ein bestu kaup Liverpool á síðasta áratug. Með hann er Liverpool stórhættulegt en án hans dettur liðið úr bikarkeppnum og nær ekki að vinna fjóra leiki í röð.

Joel Matip 7/10
Kom á frjálsri sölu. Er hluti af ótraustri vörn en hefur staðið sig nokkuð vel persónulega. Mun græða á því ef hann fær betri leikmann við hlið sér.

Loris Karius 6/10
Keyptur til að vera aðalmarkvörður Liverpool en byrjaði mjög illa. Hefur litið betur út að undanförnu og margir sem telja að hann verði á endanum markvörður númer eitt.

Ragnar Klavan 6/10
Fenginn til að vera varaskeifa en hefur spilað marga byrjunarliðsleiki vegna vandræða Dejan Lovren. Hann er allavega skref upp á við frá Martin Skrtel.

Alex Manninger 5/10
Fenginn til að vera þriðji markvörður í eitt tímabil. Spilaði ekkert fyrir utan undirbúningsleiki.

Georginio Wijnaldum 7/10
Leikmaður sem blómstrar í stórleikjum. Þarf að gera meira gegn lakari andstæðingum en er í miklum metum hjá stuðningsmönnum.

Dominic Solanke 7/10
Leikmaður sem gæti orðið gríðarlega öflugur. Líklega snjöll kaup.

Mohamed Salah 8/10
Hefur skorað í öllum byrjunarliðsleikjum á Anfield til þessa.

Andrew Robertson 7/10
Bara tímaspursmál hvenær hann verður fyrsti kostur í vinstri bakvörðinn.

Alex Oxlade-Chamberlain 6/10
Aðeins byrjað einn leik og of snemmt að meta hvernig honum mun vegna. Þarf að aðlagast leikstíl Liverpool en hann kemur til félagsins með frekar lítið sjálfstraust.
Athugasemdir
banner
banner