Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. september 2017 13:15
Elvar Geir Magnússon
Dybala skrifar með hægri fætinum til að þjálfa hann
Dybala er hrikalega metnaðarfullur.
Dybala er hrikalega metnaðarfullur.
Mynd: Getty Images
Argentínski fótboltamaðurinn Paulo Dybala hjá Juventus er fullkomninarsinni. Þessi stórkostlegi leikmaður hefur skorað 50 mörk í 100 leikjum síðan hann kom til Juventus og hefur byrjað nýtt tímabil glæsilega.

Dybala er 23 ára en um liðna helgi skoraði hann þrennu í 3-1 sigri gegn Sassuolo.

Á Goal.com er fjallað um hversu ákafur Dybala er sífellt í að verða betri. Hann gerir sér grein fyrir því að enn sé pláss fyrir bætingu og til að mynda hefur þessi örvfætti leikmaður gert ýmislegt til að verða betri á hægri fæti.

„Ég er örvhentur, ég bursta tennurnar með vinstri hendi," sagði Dybala í viðtali.

„Á hverjum degi tek ég penna og reyni að skrifa, en ég geri það með hægri fætinum. Ég set pennann milli tánna og geri allt sem ég get til að hafa meiri tilfinningu og hæfni í fætinum."

„Cristiano Ronaldo hefur skorað mörg hundruð mörk því hann er góður á báðum fótum. Þegar þú getur bara skotið með öðrum fætinum er auðveldara að loka á þig og lesa þig."

Þá segist Dybala gera sjónæfingar til að verða víðsýnni á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner