Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. september 2017 15:04
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Englands hættir eftir ásakanir um kynþáttafordóma
Mark Sampson.
Mark Sampson.
Mynd: Getty Images
Mark Sampson þjálfari kvennalandsliðs Englands var rekinn í kjölfarið á ásökunum um kynþáttafordóma.

Sampson var sakaður af tveimur leikmönnum enska landsliðsins um að hafa verið með kynþáttafordóma. Leikmennirnir sem um ræðir eru Drew Spence og Eniola Aluko, en þær leika báðar með kvennaliði Chelsea.

Báðir leikmennirnir eru dökkir að hörund en um er að ræða tvö mismunandi atvik. Sampson á að hafa spurt Spence hvort hún hefði verið handtekin af lögreglunni.

Aluko á ættir að rekja til Nígeríu og fyrir landsleik árið 2014 voru ættingjar hennar frá Afríkulandinu að koma á leikinn. Þá á Sampson að hafa sagt við hana að þau ættu að passa sig á að koma ekki með Ebólu vírusinn til Englands. Einnig á Sampson að hafa kallað hana Ebola í stað Eniola, sem er hennar rétta fornafn.

Sampson er 34 ára og tók við þjálfun enska kvennalandsliðsins 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner