banner
   mið 20. september 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Gylfi fer á Stamford Bridge
Everton mætir Stamford Bridge.
Everton mætir Stamford Bridge.
Mynd: Getty Images
Það var dregið í enska deildabikarnum, Carabao Cup, strax eftir síðasta leik í 32-liða úrslitunum í kvöld.

Það er ekki annað hægt að segja en að stærsti leikurinn sé á milli Chelsea og Everton á Stamford Bridge.

Núverandi deildabikarmeistarar í Manchester United heimsækja Swansea og Manchester City og Arsenal fá heimaleiki gegn liðum úr Championship-deildinni. Arsenal mætir Norwich og City spilar gegn Wolves á Etihad-leikvanginum.

Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í Bristol City mæta öðru úrvalsdeildarliði, Crystal Palace. Bristol vann Stoke í gær.

Tottenham mætir síðan West Ham í Lundúnaslag, Leicester fær Leeds í heimsókn og Bournemouth og Middlesbrough mætast.

16-liða úrslitin:
Tottenham - West Ham
Bristol City - Crystal Palace
Swansea - Manchester United
Arsenal - Norwich
Chelsea - Everton
Manchester City - Wolves
Leicester - Leeds
Bournemouth - Middlesbrough
Athugasemdir
banner
banner
banner