Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. september 2017 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Ég var áhyggjufullur
Mynd: Getty Images
„Þetta var erfitt," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir 1-0 sigur á Doncaster í enska deildabikarnum í kvöld.

„Doncaster á hrós skilið, þeir héldum áfram eftir að hafa lent undir. Við byrjuðum vel og vorum góðir fyrstu 35 mínúturnar, en síðan fjaraði undan okkur," sagði Wenger um leikinn.

„Við náðum ekki að skora mark númer tvö og þegar leið á þá varð leikurinn erfiðari og erfiðari."

„Við vildum skora fleiri mörk, en það vantaði aðeins upp á það. Þetta var dæmigerður bikarleikur."

Wenger viðurkenndi það svo í lok viðtalsins að hafa verið áhyggjufullur um að Doncaster myndi jafna.

„Ég var áhyggjufullur, þeir voru hættulegir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner