Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. september 2017 11:46
Elvar Geir Magnússon
Kærasta Lindelöf segir verðið á VIP-boxunum á Old Trafford „ógeðslegt"
Maja og Victor.
Maja og Victor.
Mynd: Instagram
Maja Nilsson, kærasta Victor Lindelöf, er komin í mikið uppáhald hjá ensku götublöðunum. Lindelöf gekk í raðir Manchester United og er Maja virk á samskiptamiðlum og sýnir þar frá lífi sænska parsins í Manchester.

Þar er hún meðal annars dugleg að vekja athygli á sífelldri rigningu í borginni.

Þá heldur hún úti podcast-þætti á sænsku sem heitir Livet På Läktaren eða Lífið í stúkunni.

Í nýjasta þættinum ræðir hún um sérstök VIP-box á Old Trafford sem leikmenn geta leigt á leikjum fyrir fjölskyldu og vini.

„Ég ætla ekki að segja ykkur hvaða verðmiði er á boxunum en það er ógeðsleg upphæð. Ef þú færð þér ekki svona box er litið niður á þig. En að hafa svona box er stórkostlegt, þú hefur einkaþjón og allt," segir Maja.

Samkvæmt Mirror geta leikmenn United leigt sér svona box á 3,5 - 12 milljónir íslenskra króna á heimaleikjum, eftir því í hvaða klassa rýmin eru.

Lindelöf spilaði 90 mínútur í 4-1 sigri United gegn Burton í deildabikarnum í gær en í ensku úrvalsdeildinni er hann á eftir Eric Bailly og Phil Jones í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner