Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. september 2017 14:13
Elvar Geir Magnússon
Chelsea staðfestir að Costa sé að fara til Atletico
Costa er á leið til Atletico Madrid en hann lék fyrir félagið 2010-2014.
Costa er á leið til Atletico Madrid en hann lék fyrir félagið 2010-2014.
Mynd: Getty Images
Costa í búningi Atletico á sínum tíma.
Costa í búningi Atletico á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur staðfest að félagið náði í dag samkomulagi við Atletico Madrid um sölu á Diego Costa. Spænski Brasilíumaðurinn er á leið í læknisskoðun og mun svo skrifa undir samning við Atletico.

Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að Englandsmeistararnir gefi grænt ljós á að Costa haldi til Spánar.

Costa hefur ekki mætt til æfinga hjá Chelsea síðan hann fékk þær upplýsingar að hann væri ekki í áætlunum Antonio Conte fyrir þetta tímabil.

AS sagði frá því í morgun að Costa verði kynntur sem leikmaður Atletico á næstu dögum og Chelsea fái 53 milljónir punda í sinn hlut auk bónusgreiðslna.

Þessi 28 ára sóknarmaður mun ekki geta spilað fyrir Atletico fyrr en í janúar vegna kaupbannsins sem FIFA setti spænska félagið í.

Costa hefur ekki spilað fyrir Chelsea síðan Englandsmeistararnir töpuðu fyrir Arsenal í bikarúrslitaleiknum. Hann hefur neitað því að mæta til æfinga hjá Chelsea á þessu tímabili og verið í verkfalli í Brasilíu.

Chelsea keypti Alvaro Morata til að fylla skarð Costa og hefur leikmaðurinn skorað þrjú mörk í fyrstu fimm úrvalsdeildarleikjum sínum.

Costa hjá Chelsea:
Leikir: 120
Mörk: 58
Stoðsendingar: 24
Gul spjöld: 30
Rauð spjöld: 1

Atletico Madrid:
Leikir: 134
Mörk: 64
Stoðsendingar: 22
Gul spjöld: 35
Rauð spjöld: 2


Athugasemdir
banner
banner
banner