Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 21. september 2017 12:41
Elvar Geir Magnússon
Klopp í vörn á fréttamannafundi: Ég veit hver vandamálin eru
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Liverpool fagna marki.
Leikmenn Liverpool fagna marki.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í vörn á fréttamannafundi í dag sem haldinn var í aðdraganda deildarleiksins gegn Leicester. Klopp hefur fengið sinn skammt af gagnrýni eftir að Liverpool hefur ekki staðið undir væntingum í byrjun tímabils.

„Það er talað um okkur eins og við séum með núll stig og séum versta lið deildarinnar. Ég skil alveg umræðuna sem við erum að taka hérna. Ég veit þegar hver vandamálin eru og hef ákveðið hvernig eigi að bregðast við. Með því að ræða um það þá bý ég bara til fyrirsagnir," segir Klopp en Liverpool er sem stendur í áttunda sæti.

Á fréttamannafundinum kom hann Alex Oxlade-Chamberlain til varnar. Uxinn fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Leicester í deildabikarnum í vikunni. Klopp segir að smávægileg meiðsli gætu verið skýringin á slæmri frammistöðu hans.

„Svona er fótboltaheimurinn. Menn eru fljótir að gagnrýna. Hann hefur átt góða spretti og nokkur óheppileg atvik. Hann er að reyna að aðlagast leikstíl okkar. Hann átti ekki sinn besta leik og fólk setur spurningamerki... en ég efast ekkert um hann."

Þrátt fyrir að Liverpool hafi eina bestu sóknarlínu deildarinnar segir Klopp að liðið verði að skora fleiri mörk. Þá er hann ekki sáttur við vörnina.

„Það hefur verið of auðvelt fyrir andstæðingana að hafa áhrif úr einni sókn. Menn verða að halda einbeitingu og vera tilbúnir. Sóknarlega erum við enn að skapa og ógna en erum ekki að skora og það er vandamál. Ég verð að hjálpa leikmönnum að haldast jákvæðir," segir Klopp.

Hann býst við að deildarleikurinn gegn Leicester á laugardag verði allt öðruvísi en deildabikarleikurinn á þriðjudaginn sem Leicester vann með tveimur mörkum gegn engu.

„Jamie Vardy kemur inn og hann er lykilmaður hjá þeim. Við vitum vel hvernig Leicester spilar venjulega. Þetta snýst um að vera snöggir þegar þeir vinna boltann aftur. Við verðum að halda í jákvæðnina í leiknum."

Klopp segir að Liverpool hafi réttu karakterana í hópnum til að snúa genginu við.

„Við höfum sýnt það mörgum sinnum. Við erum með réttu karakterana," segir Klopp.

Útlit er fyrir að miðvörðurinn Dejan Lovren geti ekki spilað um helgina vegna bakmeiðsla. Hann hefur ekkert getað æft í vikunni. Þá eru Joel Matip og Emre Can einnig að gíma við smávægileg meiðsli og eru tæpir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner