Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 21. september 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Forlan: Neymar eins og frekur lítill strákur
Neymar í leik með PSG.
Neymar í leik með PSG.
Mynd: Getty Images
Diego Forlan, fyrrum sóknarmaður úrúgvæska landsliðsins, er ekki sáttur við þá meðhöndlun sem landi hans, Edinson Cavani, fékk frá Neymar um helgina.

Cavani og Neymar eru samherjar í sóknarlínu Paris Saint-Germain en í síðasta deildarleik rifust þeir um hvor ætti að taka vítaspyrnu. Cavani tók á endanum spyrnuna en hún var varin.

Forlan segir að Neymar sé með stjörnustæla.

„Cavani á skilið að honum sé sýnd virðing. Hann hefur raðað inn mörkum í mörg ár og tekið vítaspyrnur. Það ber að virða. Neymar hefði aldrei komið svona fram við Lionel Messi," segir Forlan.

„Hann vildi ekki að Cavani tæki vítið og hegðaði sér eins og frekur lítill strákur."

Þrátt fyrir þessar deilur Cavani og Neymar er yfir fáu að kvarta hjá PSG. Liðið hefur hafið nýtt tímabil á flugi og er búið að vinna átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner