fim 21. september 2017 16:40
Magnús Már Einarsson
Rodgers reyndi lengi að hafa Sterling á lægri launum
Sterling og Rodgers spjalla.
Sterling og Rodgers spjalla.
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Liverpool, segist hafa reynt að halda Raheem Sterling á lægri samningi en aðrir leikmenn eins lengi og hann gat.

„Það er einn samnefnari þegar kemur að hruni hjá ungum leikmönnum. Það eru peningar," sagði Rodgers.

„Peningar trufla raunveruleikann og breyta fólki. Ég passa mig alltaf á því."

„Ég var með Raheem Sterling í enska landsliðinu og sem fastamann í aðalliði Liverpool á 2000 pund (290 þúsund krónur) á viku."

„Ég gat það ekki lengur og í nóvember urðum við að láta hann fá öðruvísi samning eftir að hann hafði verið gjörsamlega stórkostlegur."

„Ég reyndi hins vegar að bíða með það eins lengi og ég gat."

Athugasemdir
banner
banner
banner