fim 21. september 2017 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Norðurlöndin: Haukur hélt hreinu gegn Sundsvall
Mynd: Getty Images
Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn í vörn AIK sem gerði markalaust jafntefli við Sundsvall í sænska boltanum.

Kristinn Sigurðsson kom inná í fyrstu skiptingu Sundsvall í leiknum, þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Haukur og félagar eru með 41 stig eftir 24 umferðir og í harðri baráttu við Djurgården og Häcken um mikilvægt evrópudeildarsæti. Sundsvall er í neðri hluta deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan umspilssæti um fall úr deildinni.

Hjörtur Logi Valgarðsson sat á bekknum í tapi Örebro gegn AFC Eskilstuna. Örebro er fjórum stigum fyrir ofan Sundsvall.

Í norska boltanum var Aron Sigurðarson geymdur á tréverkinu í 2-2 jafntefli við Odd Grenland.

Tromsö var nálægt því að landa mikilvægum sigri þegar Simen Wangberg skoraði snemma í síðari hálfleik, en gestunum tókst að jafna með marki úr vítaspyrnu á lokakafla leiksins. Tromsö situr því enn í fallsæti með þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.

Sundsvall 0 - 0 AIK

Örebro 2 - 3 Eskilstuna
0-1 F. Noor ('7)
1-1 K. Igboananike ('26)
2-1 F. Rogic ('39)
2-2 O. Eddahri ('82, víti)
2-3 O. Eddahri ('85)

Tromsö 2 - 2 Odd Grenland
1-0 M. Bakenga ('30)
1-1 F. Berge ('32)
2-1 S. Wangberg ('60)
2-2 E. Hussain ('87, víti)
Athugasemdir
banner
banner