Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. september 2017 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Lögregla þurfti að grípa inn eftir tapleik hjá Santos
Mynd: Getty Images
Santos tapaði fyrir ekvadorska félaginu Barcelona í Meistaradeild Suður-Ameríku, eða Copa Libertadores.

Stuðningsmenn Santos tóku að slást fyrir utan leikvanginn og þurfti að kalla á lögreglu, sem neyddist til að loka restina af áhorfendunum inni á leikvanginum og nota slagverkjasprengjur til að stöðva óeirðirnar.

Stuðningsmenn Santos voru öskureiðir því þeir bjuggust við sigri á heimavelli gegn Barcelona sem fékk tvö rauð spjöld í leiknum.

Hópur stuðningsmanna komst nálægt því að brjótast inn í klefa til leikmanna Santos eftir tapið.

Barcelona mætir brasilíska félaginu Gremio í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner