fös 22. september 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Costa: Ég er ekki fúll út í neinn
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið ritað um félagsskipti Diego Costa, sem er á leið frá Chelsea aftur til Atletico Madrid, þaðan sem hann var keyptur fyrir þremur árum.

Þegar Costa frétti að hann væri ekki í áformum Antonio Conte, knattspyrnustjóra Chelsea, neitaði hann að æfa með félaginu og hefur nú loks verið seldur.

Diego Costa segir að þrátt fyrir verkfallið sé hann ekki fúll eða sár út í neinn.

„Það er ekkert til í þessu, ég er ekki fúll út í neinn, ég er ekki sár, það er allt í fínasta lagi," sagði Costa við Splash News.

Diego Costa mun líklega ganga til liðs við Atletico Madrid á næstu dögum en fær ekki að spila fyrir félagið fyrr en á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner