fös 22. september 2017 10:40
Elvar Geir Magnússon
Evrópubaráttan - Nær KR að lauma sér í Evrópusæti?
Stjarnan er með 2. sætið í hendinni.
Stjarnan er með 2. sætið í hendinni.
Mynd: Fótbolti.net/Samsett
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö lið hafa innsiglað Evrópusæti fyrir næsta ár þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Valsmenn, sem hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, fara í forkeppni Meistaradeildarinnar og bikarmeistarar ÍBV fara í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Tvö lið til viðbótar, liðin sem enda í 2. og 3. sæti, fara í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Eftir tap FH gegn Fjölni í gær er Stjarnan með annað sætið í sínum höndum. Liðið hefur 35 stig og FH er með 34 stig. KR er í fjórða sæti með 30 stig og vonast til að liðin fyrir ofan misstígi sig.

Stjarnan og FH þurfa að vinna annan af þeim tveimur leikjum sem þau eiga eftir til að tryggja sér Evrópusæti. Eitt stig gegn Val á laugardag dugar Stjörnunni að öllum líkindum þar sem markatala liðsins er það góð.

Möguleiki er að KR og Stjarnan leiki úrslitaleik um Evrópusæti í lokaumferðinni. Hér má sjá hvaða leiki liðin í Evrópubaráttunni eiga eftir.

Stjarnan 35 stig
Valur heima (24. sept)
KR úti (30. sept)

FH 34 stig
Víkingur Ó. úti (24. sept)
Breiðablik heima (30. sept)

KR 30 stig
Fjölnir úti (24. sept)
Stjarnan heima (30. sept)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner